Það er fróðlegt að sjá kortlagðar niðurstöður um hvaða ógnir menn telja helst steðja að heiminum, samkvæmt Pew Research. Að ofan sést hvaða ógn er talin mest í hverju landi, en prósenturnar segja til um heildarhlutfall þeirra, sem töldu málaflokkinn ógna heiminum.

Þar eru ISIS og loftslagsbreytingar svo að segja jöfn í 1. og 2. sæti, en mögulega eru sumir svarendur að óttast hryðjuverkaógn almennt, þegar þeir tiltaka ISIS sérstaklega. Flóttamannavandinn er aðeins helsta ógnin að mati Ungverja, en ekki er ósennilegt að hið sama reyndist upp á teningnum í fleiri ríkjum A-Evrópu.

Aðeins í tveimur löndum, Grikklandi og Venesúela, telja menn efnahagsástand heimsins helstu ógnina, þegar við blasir að þar óttast menn efnahagsóöldina heima fyrir helst.