*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 17. maí 2017 19:32

Óhugnanleg saga sem ekki má gleymast

María Pálsdóttir stefnir að því að opna sögusetur um berkla á Kristnesi í Eyjafirði, en hún tók þátt í Startup Tourism með verkefnið.

Ásdís Auðunsdóttir
Aðsend mynd

María Pálsdóttir, tók nýlega þátt í Startup Tourism með hugmynd sem hún nefndi Hælið þar sem markmiðið er að stofna sögusetur um berkla á Kristnesi í Eyjafirði. Á sýningunni verður lögð áhersla á sjónræna framsetningu og upplifun en auk þess verður kaffihús á staðnum. 

María býr í Mosfellsbæ um þessar mundir en hyggst flytja norður í ágúst og ætlar þá að byrja að prufukeyra söguferðir á svæðinu og þróa verkefnið áfram á meðan hún freistar þess að fjármagna hugmyndina að fullu. María segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hún var á röltinu um heimaslóðir sínar en sjálf er hún uppalin á sveitabænum Reykhúsum Ytri, sem er staðsettur rétt utan við Kristnesþorpið.

„Á Kristnesinu var berklahælið reist árið 1927 og þegar ég fór að velta því fyrir hvað væri hægt að gera fyrir svæðið þá fannst mér liggja beinast við að fjalla um sögu staðarins eða berklana.

Ég var pínu smeyk við þetta í byrjun, fannst mér það kannski pínu óhugnanlegt og ef til vill ekki sérstaklega jákvætt en því meira sem ég kafaði ofan í þetta og hitti fólk sem að hefur bæði reynt þetta sjálft og þekkt einhverja sem hafa fengið berkla þá bara sannfærðist ég um að hér væri á ferðinni saga sem má ekki falla í gleymsku,“ segir María.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð. Meðal annars efnis í blaðinu: 

 • Farið er yfir uppbyggingu gagnavera á Íslandi.
 • Netárásir hafa aukist víða um heim.
 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir tímann verða að leiða í ljós hvort takmarkanir verði settar á eignarhald erlendra aðila í fiskeldisfyrirtækjum.
 • Grunnrekstur Reita og Eikar hefur styrkst, en kafað er í árshlutauppgjör félaganna.
 • Raungengi íslensku krónunnar nálgast nú hæstu hæðir en farið er yfir raungengi verðlags og launa.
 • Ólafur Ólafsson segist hafa upplýst um allt sem spurt var um varðandi söluna á Búnaðarbankanum.
 • Mikið er um að fólk leiti sér endurtekið þjónustu umboðsmanns skuldara.
 • Landsbankinn mun byggja 9 milljarða hús á Hörpureitnum.
 • Fjallað er um breytingar á eigendahóp Íslensku auglýsingastofunnar.
 • LaVar Ball og sonur hans Lonzo hafa sett á fót fyrirtækið Big Baller Brand.
 • Rætt er við Stefán SIgurðsson og Hörpu Hlín Þóðardóttur, en þau tóku Leirá nýlega á leigu.
 • Ómar Valdimarsson,forstjóri Samkaupa, er í ítarlegu viðtali þar sem hann segist telja fólk ofmeta áhrif Costco.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem skrifar um deilur Pírata.
 • Óðinn skrifar um stríðið gegn fíkniefnum.
Stikkorð: Viðskiptablaðið Startup Safn Kristnes