*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 7. júní 2012 12:32

Ójafnar tekjur af olíuvinnslu

Mikilvægt að hafa skýra stefnu á hvenær auðurinn er notaður. Þannig er hægt að jafna tekjurnar út yfir tíma.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Það er mjög mikilvægt að hafa skýra stefnu varðandi hvenær olíuauðurinn er notaður,“ segir Per Mathis Kongrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, en hann hélt erindi á morgunverðarfundi Arion Banka um olíu á Drekasvæðinu í morgun. Hann sagði að aðrar tekjur ríkissjóðs væru mun jafnari og því þyrfti að hafa í hug þær sveiflur sem eru í tekjum af olíuvinnslu.

Norðmenn settu á stofn olíusjóðinn árið 1996. Per Mathis tók fram að norsk yfirvöld hafi ákveðið að setja á fót fjármálareglu sem felur í sér að eingöngu ávöxtun sjóðsins sé eytt á hverju ári. Miðað sé við 4% sem er langtímamarkmið sjóðsins um ávöxtun. Vitað sé að tekjurnar vegna olíuvinnslu taki enda en með þessu er breytilegu tekjustreymi breytt í jafnara tekjustreymi. Þannig sé lögð áhersla á langtímasjónarmið varðandi efnahag landsins.