Vegna aukinnar netverslunar Íslendinga og annarra sviptinga á smásölumarkaði virðast ýmsar verslanir halda að sér höndum í stækkun og sumar jafnvel farnar að minnka við sig í fermetrum talið. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur Hagkaup, þá hvort tveggja í Smáralind og nú í Kringlunni, minnkað við sig fermetra rými.

Stóru verslunarmiðstöðvarnar eru þegar farnar að bregðast við þessari þróun og eru dæmi um að Smáralind hafi boðið mögulegum leigjendum afslætti og ívilnanir í formi ókeypis leigu í tiltekin tíma til að fylla laus verslunarrými. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu í dag, en þar er jafnframt sagt að þó áhrifanna af aukinni netverslenu sé farið að gæta hér á landi, þá sé það ekki af jafnmiklum þunga og víða annars staðar.

Þó koma alþjóðlegra risa sé að hrista upp í markaðnum þá muni mesti skellurinn koma þegar netverslun fari almennilega á flug að mati viðmælanda blaðsins.