Undanfarin 12 ár hefur Héraðsblaðið Skessuhorn staðið fyrir vali á Vestlendingi ársins hjá lesendum sínum. Ólafur Adolfsson hlaut langflestar tilnefningar í þetta skiptið. Ólafur opnaði apótek á Akranesi árið 2007 og hefur staðið í harðri samkeppni við Lyfjakeðjuna Lyf og Heilsu allt frá opnun Apóteks Vesturlands á Akranesi.

Svo vitnað sé til orða þeirra sem tilnefndu Ólaf þá varð það brautryðjendastarf hans og nýjungar í lyfsölumálum sog fyrir að stuðla að aukini samkeppni í greininni neytendum til hagsbóta.

Í tilkynningu segir að Ólafur sagðist vera stoltur af þessari tilnefningu og þakkaði íbúum Vesturlands fyrir þennan stuðning við sig og Apótek Vesturlands allt frá opnun þess árið 2007.