Nýtt fyrirtæki undir forystu tónlistarmannanna Ólafs Arnalds og Sölva Blöndal , mun taka yfir allan tónlistarrekstur Senu, þar með talinn allan útgáfu- og upptökurétt auk dreifingarsamninga.

Aukin stafræn útgáfa

Er hugmyndin að nútímavæða íslenska tónlistarútgáfu með aukinni stafrænni útgáfu sem og að auka aðgengi að eldra íslensku efni á veraldarvefnum. Stefnt er á tíu nýjar útgáfur á næsta ári. Kemur þetta fram í Kjarnanum .

Nýja fyrirtækið hefur ekki fengið nafn, en á bakvið það eru hópur tónlistarfólks, en fyrirtækinu verður stjórnað af tónlistarmönnum og að því kemur einungis fólk sem hafi ástríðu fyrir tónlist.

Íslenskir tónlistarmenn fái greitt í gegnum stafrænar veitur

Munu bæði Ólafur og Sölvi, sem oft er kenndur við Quarashi, sitja í stjórn fyrirtækisins, en meðal annarra fjárfesta sem koma að stofnun þess er Reynir Harðarson, framkvæmdastjóri CCP, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður og fjárfestarnir Henrik Biering og Jón Diðrik Jónsson, sem er meirihlutaeigandi í Senu.

Er stefnt að því að íslenskir tónlistarmenn fái borgað fyrir stafræna hlustun líkt og þeir sem hafa tónlist sína í áskriftarveitum eins og Spotify. Mun það eignast allan tónlistarrekstur Senu og alla safnskrá og eldri útgáfur fyrirtækisins.

Gamlar útgáfur gerðar stafrænar og nýjar settar á vínyl

Þar eru allt að sjötíu ára gamlar útgáfur sem gaman verði að dreifa löglega á vefnum segir Ólafur Arnalds.

Þó er ekki stefnt að því að hætta útgáfu geislaplatna og mun útgáfa á vínyl jafnvel verða færð í aukana.