*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 21. janúar 2016 09:26

Ólafur breytir húsi í hótel

Félag Ólafs Ólafssonar byggir við og breytir húsnæði á Suðurlandsbraut í hótel.

Ritstjórn
Ólafur Ólafsson.
Haraldur Guðjónsson

Félag Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipta hefur hafið ferli við að breyta húsnæði á Suðurlandsbraut 18 í hótel. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag lóðarinnar, en það felur í sér viðbyggingu og heimild til að hafa hótel í húsinu. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 5.000 fm í 5.950 fm en byggingin myndi eftir breytingar rúma vel á annað hundruð hótelherbergi.

Byggingin er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Festis, en það félag er í eigu hollenska félagsins SMT Partners B. V. Viðskiptablaðið fjallaði um málefni SMT Partners árið 2010 en þá var félagið í eigu Ólafs Ólafssonar.

Stikkorð: Ólafur Ólafssson
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim