Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands síðastliðin 20 ár tilkynnti í nýársávarpi í dag sínu að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram til forseta lýðveldisins.

Hann sagði að átökum Íslands við erlend ríki og stofnanir í Icesave deilunni hefði lokið með fullnaðarsigri Íslands. Dregið hefði út helstu óvissuþáttum og því væru lok þessa kjörtímabils góður tími til að fela öðrum embættið.

Ólafur talaði um stöðu Íslands við mótum framtíðar á norðurslóðum og uppbyggingu Íslands á grænni orku um allan heim, en hann segir að sú þekking verði enn mikilvægari í kjölfar Parísarsamkomulagsins. Ólafur talaði einnig um samskipti Íslands og þær brýr sem hafa verið byggðar við þá álfu sem mun innan tíðar ráða mestu í hagkerfi heimsins. Hann sagði að Ísland rækti nú samband við öll helstu ríki Asíu.

Hann talaði einnig um þá kjörstöðu sem Ísland er nú í örfáum árum eftir hrun. Hann sagði að margar góðar ákvarðanir stjórnvalda hefðu skapað þá stöðu sem Ísland er nú í. Hann talaði þó um að Íslendingar ættu að taka höndum saman við að bæta kjör öryrkja og að það ætti að fara í átak við að útrýma fátækt.