*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 26. júní 2018 09:13

Ólafur hættir við hótel

Festir, í eigu Ólafs Ólafssonar, hættir við eitt hótel og endurskoða áform um 160 herbergja hótel í fyrrum höfuðstöðvum Olíufélagsins.

Ritstjórn
Róbert Aron Róbertsson er framkvæmdastjóri Fasteignaþróunarfélagsins Festis sem er í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum.
Haraldur Guðjónsson

Róbert Aron Róbertsson framkvæmdastjóri Festis segir að félagið muni mögulega hætta við áform um 160 herbergja hótel á Suðurlandsbraut 18 að því er Morgunblaðið greinir frá. Jafnframt hefur félagið fallið frá hugmyndum um hótel á Héðinsreit.

Um er að ræða hús á horni Suðurlandsbrautar og Vegmúla þar sem lengi voru höfuðstöðvar olíufélagsins Esso til húsa, nú N1. Festir er aðallega í eigu hjónanna Ólafs Ólafssonar í Samskip og Ingibjargar Kristjánsdóttur, en það lýkur nú við byggingu hótels á Tryggvagötu.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um nýlega hefur verið samið við Kea hótel um rekstur þess hótels en m.a. hefur verið rætt við erlendar hótelkeðjur um hótelið á Suðurlandsbraut. „Ég met stöðuna þannig að á undanförnum sex mánuðum hafi allt þyngst,“ segir Róbert Aron.

„Ég er þó ekki dómbær á hvort eitthvað hafi breyst í rekstrarumhverfinu. Við erum ekki að reka hótel. Maður heyrir að menn eru áhyggjufyllri en áður og það smitast hratt út í allt sem tengist þessu.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim