Sunnudagur, 29. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ólafur í Samskipum stofnar enn eitt félagið

12. september 2012 kl. 10:45

Ólafur Ólafsson.

Fasteignafélagi Ólafs Ólafssonar hefur verið skipt upp. Í öðru eru fasteignir sem tengjast Samskiptum.

Ólafur Ólafsson, löngum kenndur við skipaflutningafyrirtækið Samskip, hefur stofnað fjárfestingarfélagið Festir. Fram kemur í DV í dag að félagið hafi orðið til við uppskiptinug á fasteignafélaginu Festingu sem heldur utan um fasteignir Ólafs hér á landi.

Ólafur var á árum áður einn af helstu hluthöfum Kaupþings og átti þriðjungshlut í HB Granda. Hann er á meðal ákærðra í Al-Thani-málinu svokallaða sem fólst í lánveitingu um á nokkra milljarða í tengslum við sölu á hlutabréfum í Kaupþingi rétt áður en bankinn fór á hliðina.

Festing átti m.a. fasteignir Samskipa í Kjalarvogi, skrifstofuhúsnæði sem kennt er við Olís við Suðurlandsbraut 18 og höfuðstöðvar bílaumboðsins Öskju á Krókhálsi.

DV hefur eftir Heimi Sigurðssyni, stjórnarformanni Festingar og Festis, að skiptingin sé gerð til hagræðingar í rekstri, sem sé orðinn tvískiptur. Annars vegar sé um að ræða fasteignir sem tengist rekstri Samskipa, hins vegar fasteignir sem ekki tengist rekstri Samskipa.

Festing hefur ekki skilað uppgjöri fyrir síðasta ár. Félagið hagnaðist um einn milljarð króna árið 2010 og nam verðmæti eigna rúmum 16 milljörðum króna. Skuldir námu 16,5 milljörðum króna.  Allt
Innlent
Erlent
Fólk