*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Erlent 15. júní 2018 14:23

Ólafur Jóhann fær 1,6 milljarða

Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Time Warner fær væna greiðslu í sinn hlut þegar samruni fjölmiðlafyrirtækisins við AT&T gengur í gegn.

Ritstjórn

Fyrr í dag greindi AT&T og Time Warner frá því að 85,4 milljarða dollara samruni félaganna myndi ganga í gegn. Kemur tilkynningin í kjölfarið á því að alríkisdómari samþykkti samrunan á síðastliðinn þriðjudag.

Samkvæmt frétt Bloomberg fá fimm helstu stjórnendur Time Warner greiðslu upp á samtals 216 milljónir dollara við samrunan. Einn þeirra er Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjótri Time Warner sem fær um 15,3 milljónir dollara í sinn hlut eða rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. 

Samkvæmt frétt Vísis mun Ólafur láta af störfum þegar samruninn gengur formlega í gegn. Er því að öllum líkindum um starfslokasamning að ræða.