*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Fólk 10. nóvember 2017 07:57

Ólafur Jóhannes til BBA lögmannstofu

Ólafur Jóhannes Einarsson gengur til liðs við BBA lögmannsstofu frá Eftirlitsstofnun EFTA.

Ritstjórn
Ólafur Jóhannes Einarsson
Aðsend mynd

Ólafur Jóhannes Einarsson hefur gengið til liðs við BBA. Ólafur Jóhannes var áður framkvæmdastjóri innra markaðssviðs ESA og starfaði í meira en áratug hjá stofnunni á ýmsum sviðum EES-réttar.

Hann hefur reynslu á sviði EES-réttar, samkeppnisréttar, ríkisaðstoðarreglna og opinbers réttar. Með komu Ólafs mun BBA styrkja enn frekar þjónustu sína við viðskiptavini á þessum sviðum. 

Baldvin Björn Haraldsson, stjórnarformaður BBA segir komu Ólafs vera gríðarlega mikilvæga fyrir fyrirtækið. „BBA hefur lengi haft augastað á Ólafi Jóhannesi, enda hefur hann viðamikla þekkingu á reglugerðarumhverfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins og hefur verið lykilmaður í ESA undanfarinn áratug,“ segir Baldvin Björn.

„Reglugerðir og tilskipanir Evrópusambandsins hafa sífellt meiri áhrif á viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja, bæði hvað varðar opinberan rétt, samkeppnisrétt, persónuverndarlöggjöf, reglur um fjármálafyrirtæki ofl. Þá er ekki síður mikilvægt að Ólafur verður staðsettur í Brussel og hefur þannig góða tengingu við þær stofnanir EFTA og ESB sem þar eru og máli skipta í umræddum málaflokkum.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim