*

þriðjudagur, 21. maí 2019
Innlent 23. apríl 2019 09:32

Ólafur Lúther hættir hjá VÍS

Framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi tryggingafélagsins hættir en samhliða er skipuriti breytt og fækkað í framkvæmdastjórn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ólafur Lúther Einarsson, framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi VÍS, hefur ákveðið að láta af störfum. Samhliða hafa verið gerðar breytingar á skipuriti félagsins og fækkar um einn í framkvæmdastjórn.

Sviðið Fjárfestingar og rekstur verður lagt niður og dreifast verkefni þess á önnur svið. Fjárfestingar færast á Skrifstofu forstjóra og fjármálastjórn verður í Kjarnastarfsemi undir stjórn Valgeirs M. Baldurssonar.

Í framkvæmdastjórn eru auk Helga Bjarnasonar forstjóra, Anna Rós Ívarsdóttir, Guðný Helga Herbertsdóttir, Hafdís Hansdóttir og Valgeir M. Baldursson. Breytt skipurit tekur gildi í dag.

Ólafur lætur samhliða af störfum en hann hefur starfað hjá VÍS frá árinu 2002, fyrst sem lögmaður á tjónasviði, svo sem yfirlögfræðingur og ritari stjórnar frá 2010 til 2017, en að lokum sem framkvæmdastjóri frá september 2017. Í fréttatilkynningu er Ólafi þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og mikilvægt framlag í gegnum árin.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim