*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 15. júlí 2012 08:56

Ólafur með 30 milljónir í laun

Ólafur Ólafsson gegni stöðu stjórnarformanns Alfescu.

Ritstjórn
Ólafur Ólafsson hefur nú selt allan hlut sinn í Alfescu.
Haraldur Guðjónsson

Þrír Íslendingar sátu í stjórn Alfescu á rekstrarárinu sem lauk í júní í fyrra. Ólafur gegndi stöðu stjórnarformanns og fékk fyrir það 189 þúsund evrur, jafnvirði tæplega 30 milljóna króna. Kristinn Albertsson, sem starfaði í mörg ár hjá Alfescu, fékk 85 þúsund evrur (13,4 milljónir króna) fyrir stjórnarsetu og Árni Tómasson, fyrrum formaður slitastjórnar Glitnis, fékk 82 þúsund evrur (12,9 milljónir króna).

Að meðaltali störfuðu 3814 manns hjá Alfescu í fyrra. Heildarlaunagreiðslur námu um 137 milljónum evra, eða um 21,5 milljörðum króna. Frá fyrra ári fjölgaði starfsmönnum um nærri 350.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.