Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar sjötíu ára afmæli í dag. Ólafur Ragnar hefur setið lengst allra í forsetastóli og sá eini sem hefur verið kjörinn til embættisins fimm sinnum. Fréttablaðið bendir á í dag að í dag séu tíu ár síðan hann og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband en slíkt nefnist tinbrúðkaupsafmæli. Hún var 63 ára í janúar.

Fréttablaðið rifjar upp að Ásgeir Ásgeirsson hafi verið elsti forseti landsins þegar hann lét af embætti árið 1968 en þá hafði hann setið fjögur kjörtímabil.