Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fór nýverið fram að umræðan í þjóðfélaginu væri of neikvæð og að einblína ætti á það sem vel er gert.

„...og sendum unga fólkinu á Íslandi þau skilaboð að hér er fullt fang af góðum hlutum og árangri sem þessi litla og fátæka þjóð hefur náð á einni mannsævi," sagði hann.

Ólafur segir að Ísland hafi meðal annars bætt svo umgengni við orkulindir landsins að aðrar þjóðir sæki hingað fyrirmyndir. Hins vegar væri allt skotið í kaf sem gert væri hér á landi.

„Það má helst ekki tala um það sem Íslendingum hefur tekist vel," sagði hann meðal annars.

„Það er hættuleg skekkja í umræðu dagsins, hvort sem hún er í flutningi frétta, spjalli á netinu, eða í rannsóknarvali fræðasamfélagsins. Að halda ávallt til haga því sem hefur mistekist.“

Erindi Ólafs má sjá í heild sinni með því að smella hér .