Í gær tóku þrír varamenn sæti á Alþingi. Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kom inn á þing í staðinn fyrir Elínu Hirst, sem ekki býður sig fram til komandi þings.

Óli Björn skipaði sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar, en Elín Hirst það fimmta. Í prófkjöri flokksins fyrir komandi kosningar náði hann þriðja sætinu, en var færður niður í fjórða sæti þegar Bryndís Haraldsdóttir var færð upp í annað úr því fimmta.

Frambjóðendur á þing í stað þeirra sem hætta

Halldóra Mogensen hefur tekið sæti fyrir Pírata í stað Helga Hrafns Gunnarssonar. Hún skipar þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi alþingiskosningar.

Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur tekið sæti fyrir Katrínu Júlíusdóttur, fyrrum varaformaður Samfylkingarinnar, en hún býður sig ekki fram í kosningunum. Margrét Gauja er í öðru sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar í Suðvesturkjördæmi.