*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 19. júlí 2018 12:31

Óli Björn: „Þetta er eitthvað öfugsnúið“

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að traust ríki og að traust náist ekki á hlutabréfamarkaði nema gegnsæi sé tryggt.

Ritstjórn
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Haraldur Guðjónsson

Greint var frá því í morgun að Kauphöllin hyggist hætta að birta lista yfir 20 stærstu hluthafa í fyrirtækjum. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, gagnrýnir ákvörðunina í færslu á Facebook

„Þetta er eitthvað öfugsnúið. Ef ný persónuverndarlög verða til þess að minnka gegnsæi á hlutabréfamarkaði er þau að vinna gegn heilbrigðum viðskiptaháttum. Það tók áratugi að berjast fyrir því að stærstu fyrirtæki landsins birtu hluthafalista sína. Hörður Sigurgestsson, þáverandi forstjóri Eimskipafélagsins braut ísinn.“ segir í færslunni. 

Þá segir hann jafnframt að heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður sé mikilvægur en forsenda þess er að traust ríki og að traust náist ekki nema gegnsæi sé tryggt.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim