Alþjóðastofnun orkumála hefur spáð miklum vexti í eftirspurn eða um 1,4 milljón tunnur hvern dag á þessu ári og um 1,5 milljón tunnur hvern dag á næsta ári.

Verð á hráolíu fór upp fyrir 81 bandaríkjadal á hverja tunnu í gær og hefur það ekki verið jafn hátt í fjögur ár. Búist er við því að verðið muni halda áfram að hækka og jafnvel orðið jafn hátt og það var á árinu 2014 áður en skarpar lækkanir urðu á þeim markaði. Á þeim tíma fór olían úr 110 bandaríkjadölum á tunnuna niður í 25 dali á tunnuna á rétt um einu og hálfu ári.

Þessar hækkanir má meðal annars rekja til viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á hráolíu frá Íran og trega OPEC ríkjanna og Rússa til að auka framboð.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að OPEC og Rússland eigi að auka framboð á olíu til að bæta upp fyrir væntan samdrátt í framboði vegna viðskiptaþvingana landsins á Íran.