Nokkur umræða hefur verið um hversu stór hluti af framlegð olíufélaganna komi frá eldsneytissölu annars vegar, og vöru- og greiðasölu ýmiskonar hins vegar. Eggert Þór er spurður hvort rétt svæðinu sjálfu, en þar eru Skeljungur og Olís með fleiri stöðvar en við.

„Styrkleiki N1 er sterkt dreifikerfi um landið sem reyndist mjög mikilvægt þegar ferðamannastraumurinn hófst. Fyrir utan sterkt net af stöðvum um allt land erum við með fyrirtækjaverslanir, þar sem við seljum sjávarútvegi, iðnaði, bændum og fleirum. Auk þess erum við með Michelin-vottuð hjólbarðaverkstæði sem bjóða upp á gæðadekk og þegar framlegð síðasta árs er skoðuð hjá hinu olíufélaginu sem er á markaði, Skeljungi, sést að af 55,6 milljarða króna heildarsölu nam vörusala önnur en eldsneyti einungis 3,2 milljörðum og framlegðin af henni rétt rúmum milljarði af 7,8 milljarða heildarframlegð. Félagið leigir nú allt verslunarhúsnæði sitt undir verslanir 10–11, sem félagið hefur bæði hafið og slitið viðræðum um sameiningu við, en samkvæmt ársreikningi síðasta árs skiluðu leigutekjur Skeljungi 112 milljónum króna. Undir lok síðasta árs keypti félagið svo Heimkaup og Bland til að styrkja stöðu sína í smásölu. „Skeljungur er bara í þessari stöðu, og ég held að þeir hafi ekkert valið sér hana sérstaklega, en mér finnst líklegt að einhverjir hafi reynt að kaupa Festi á undan okkur. Málið er að N1 og Festi passa mjög vel saman enda eru þeir sterkir hérna á höfuðborgarsvæðinu en við úti á landi. Krónan er til dæmis ekki á Akureyri, Egilsstöðum eða Hornafirði en þar erum við, þannig eru margir möguleikar í því að samtvinna reksturinn úti um landið,“ segir Eggert Þór. Nú horfir svo við að hinn helsti keppinauturinn, Olís, er að fara í gegnum svipað ferli og N1 og Festi vegna sameiningar félagsins við Haga.

„Vegna þess að Festi hafði hug á að selja eldsneyti þurftum við að ná einhverri sátt við Samkeppniseftirlitið til að ná sameiningunni í gegn. Sum skilyrðin eru í raun einungis staðfesting á því fyrirkomulagi sem verið hefur í mörg ár eins og aðgengið að þjónustu Olíudreifingar sem við eigum 60% í á móti Olís. Það félag er nú þegar opið og þjónustar Skeljung, Atlantsolíu og Costco. Þó ég hafi ekki kynnt mér sameiningu Haga og Olís held ég að hún verði talsvert þyngri enda eru Hagar mjög stórt fyrirtæki á smásölumarkaði, sem er það sem eftirlitið hlýtur að hafa áhyggjur af.“

Eitt af skilyrðunum sem N1 þarf að hlýta vegna sameiningarinnar er að selja allar þrjár bensínstöðvar Dælunnar auk tveggja annarra sjálfsafgreiðslustöðva sinna. „Það er áhugi á þessum stöðvum, sem eru allar mannlausar, það er engin spurning, þær munu seljast hratt. Við lögðum til þessar staðsetningar sem hluta af sáttinni, en við vildum ekki selja þjónustustöðvar okkar,“ segir Eggert Þór og vísar þar í staðsetningar með húsnæði og verslun. Hann segir ekki heimilt að selja sjálfsafgreiðslustöðvarnar til þeirra aðila sem fyrir eru á markaðnum.

„Það liggur alveg fyrir að Samkeppniseftirlitið taldi að Krónan væri mögulegur samkeppnisaðili við N1, því þeir höfðu á sínum tíma lýst yfir áhuga á að opna eldsneytisstöðvar. Þeir sóttu um leyfi til þess á sínum tíma hjá borginni en fengu neitun. Þannig að til þess að koma í veg fyrir þá skaðsemi að sá samkeppnisaðili yrði ekki til, þá erum við í raun að búa hann til með því að selja þessar stöðvar. Ástæðan fyrir því að við þurfum svo að selja verslun Kjarvals á Hellu er að Samkeppniseftirlitið lítur svo á að Hvolsvöllur og Hella séu eitt markaðssvæði en á Hvolsvelli erum við nú með hvort tveggja Krónubúð og stóra N1 stöð. Við vildum því frekar selja á Hellu."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .