*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 9. september 2017 18:02

Olís hagnast um 762,9 milljónir

Olíuverzlun Íslands hagnaðist um 762,9 milljónir á árinu 2016 sem er aukning frá fyrra ári, þegar félagið hagnaðist um 455,7 milljónir.

Ritstjórn
Eva Björk Ægisdóttir

EBITDA félagsins hækkaði einnig milli ára, úr 5,5% í 6,2%. Vörusala hjá félaginu dróst saman um tvo milljarða og var 30,9 milljarðar á síðasta ári. Kostnaður seldra vara dróst hins vegar saman um rúma 2,6 milljarða, svo framlegð af vörusölu jókst um 655 milljónir. Í ársreikningi félagsins segir að í árslok 2016 hafi ójafnað tap félagsins numið 138 milljónum og því ekki til staðar heimild til arðgreiðslu.

Stikkorð: Olís Uppgjör hagnaður