*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 3. mars 2013 07:45

Olís setur 80 milljónir inn í Hátækni

Stjórnarformaður Hátækni segir útlitið bjart enda sé nýja Lumia-símana frá Nokia að sækja í sig veðrið.

Gísli Freyr Valdórsson
Aðsend mynd

Hlutafé Hátækni, sem meðal annars er umboðsaðili fyrir Nokia á Íslandi, var nýlega aukið um 80 milljónir króna. Hátækni er sem kunnugt er að fullu í eigu Olíuverslunar Íslands (Olís) en að sögn Kristjáns  Gíslasonar, stjórnarformanns Hátækni, er hlutafjáraukningin fjármögnuð af eigandanum og framkvæmd til að styrkja rekstur félagsins.

Kristján segir í samtali við Viðskiptablaðið að fyrirtækið hafi, líkt og svo mörg fyrirtæki á Íslandi, farið í gegnum erfiða tíma.

„Það er ekkert launungarmál að Nokia hefur ekki gengið vel á síðustu árum og markaðshlutdeild þeirra hefur minnkað vegna harðnandi samkeppni. Því er ekkert öðruvísi farið hér á landi,“ segir Kristján. Hann segir þó að með nýrri Lumia línu sé Nokia að sækja í sig veðrið og því sé útlitið bjart.

Stikkorð: Olís Hátækni
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim