*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 18. september 2017 10:58

Olís tryggir eldsneyti við aðgerðir

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Olís undirrituðu samstarf um afslátt, fjárhagsstuðning og neyðaraðstoð.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Olíuverzlun Íslands hf. hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn var undirritaður á íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum sl. föstudag. Olís verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum samtakanna og mun styðja við þau bæði fjárhagslega og með verulegum afsláttum af eldsneyti og öðrum vörum. Olís og Slysavarnafélagið

Landsbjörg munu einnig eiga samstarf á fleiri sviðum m.a. býður Olís upp á sérstaka neyðaraðstoð þar sem afgreiðslustöðvar verða opnaðar að kvöld- og næturlagi ef björgunaraðgerðir eru í gangi til að björgunarsveitir hafi aðgang að eldsneyti og öðrum búnaði á öllum tímum sólarhringsins.

Samstarf undanfarin sex ár

„Fyrir félag eins og Slysavarnafélagið Landsbjörg er ómetanlegt að eiga góða að. Bakhjarlar og styrktaraðilar gera okkur kleift að halda úti öflugu starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda um allt land," segir Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnarféalgsins Landsbjargar.

„Samstarf okkar og Olís hefur verið mjög farsælt undanfarin ár og hefur Olís stutt við starf sjálfboðaliða félagsins með myndarlegum hætti og saman höfum við unnið að ýmsum góðum verkefnum.
Það er mér mikil ánægja að skrifa undir þennan samning sem staðfestir áframhaldandi gott samstarf við Olís, sem einn af okkar aðalstyrktaraðilum."

Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís segir félagið vera afar stolt af því að ganga til áframhaldandi samstarfs við Slysavarnafélagið Landsbjörg og að geta lagt félaginu lið.

„Björgunarsveitarmenn vinna ómetanlegt starf og eru alltaf til staðar í hvaða veðrum og aðstæðum sem er og koma öðrum til bjargar á ögurstundu,” segir Jón Ólafur. „Við höfum átt einstaklega gott og farsælt samstarf við félagið á undanförnum sex árum og hlökkum til að vinna með því næstu þrjú árin."

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim