Meiri olía er að finna á Drekasvæðinu en menn höfðu áður þorað að vona. Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um umræðu um öryggi við olíuvinnslu á svæðinu.

„Svæðið er þannig að olíugeymslur, sem þarna geta verið, eru stórar. Þetta svæði er engu minna lofandi heldur en svæði í kringum Bretland eða Noreg,“ segir Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons í viðtali við Stöð 2 .

„Þetta gefur það til að kynna að það verði borað í kringum árið 2020.“

Tveir hópar með sérleyfi

Nýlega funduðu fulltrúar kínverska félagsins CNOOC í Peking með fulltrúum Orkustofnunar, norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons.

Skip á vegum kínverska félagsins fór á svæðið, sem er innan íslenskrar landhelgi, til tvívíðra bergmálsmælinga, en tveir hópar eru með sérleyfi til olíuleitar á svæðinu og hafa þeir báðir framkvæmt sínar mælingar.

„Þetta þýðir það að við höldum áfram að vinna úr gögnunum eins hratt og við megum og getum. Við verðum búnir að því svona um mitt næsta ár. Þá er farið að bjóða út þrívíðar rannsóknir,“ segir Heiðar sem segir niðurstöðurnar af fyrri rannsóknum betri en menn bjuggust við.