Segja má að íslensk ol- íufyrirtæki standi á tímamótum þar sem fyrirsjáanlegar eru töluverðar breytingar á starfs- og rekstrarumhverfi því sem þau starfa á í dag. Breytingarnar felst allt í senn í breyttu samkeppnisumhverfi á komandi mánuðum ásamt hægari en róttækari þróun nýrra bifreiða sem notast við nýjar tegundir orku.

Breytt samkeppnisstaða

Samkeppnisumhverfi íslensku ol- íufélaganna, sem og ýmissa annarra stétta, mun koma til með að breytast nokkuð með komu bandaríska smásölurisans Costco hingað til lands. Framkvæmdir við stórverslun Costco í Kauptúni hófust í vikunni, en til stendur að opna verslunina í mars á næsta ár. Fyrirtækið hefur uppi áætlanir um að keppa á hérlendum eldsneytismarkaði en í bréfi til bæjarráðs Garðabæjar er greint frá áformum Costco um að koma fyrir sextán eldsneytisdælum við verslunina. Costco selur Kirkland Signature™ Gasoline á um 400 bensínstöðvum víðsvegar um Bandaríkin og hefur það verið yf­irlýst stefna Costco að bjóða eldsneyti á lægra verði en það eldsneyti sem keppinautarnir selja.

Einnig er gert ráð fyrir að við aðalinngang verslunarinnar verði einnig dekkjasala og dekkjaverkstæði, sem eykur enn samkeppnina við íslensku félögin. Þrátt fyrir fyrirtækið sé enn ekki formlega komið til landsins má fullyrða að það hafi nú þegar hrist uppí eldsneytismarkaðnum. Lágvöruverslunin Krónan hefur þannig einnig gefið til kynna að félagið hafi hug á því að selja eldsneyti fyrir utan verslanir sínar, að öllum líkindum með það fyrir augum að bregðast við samkeppni Costco.

Hröð þróun í bílaiðnaði

Svo virðist sem framtíðarþróun bifreiða muni einnig koma til með að hafa áhrif á olíufyrirtæki, jafnt hér á landi sem erlendis. Eins og öllum er ljóst hafa bílaframleiðendur undanfarið unnið mikla þróunarvinnu með það að markmiði að hanna bifreiðar og farartæki sem notast við aðra orkugjafa en fljótandi jarð- efnaeldsneyti. Vinnan hefur nú þegar skilað sér í notendavænni rafmagns- og metanbifreiðum en áður sem og sparneytnari bílum. Íslensk stjórnvöld hafa einnig ráðist í aðgerðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og hafa undanfarin ár unnið að framgangi orkuskipta á Íslandi í samræmi við skýrslu og aðgerðaáætlun sem lögð var fram á Alþingi í lok árs 2011 og nefnist „Orkuskipti í samgöngum“.

Helstu aðgerðirnar eru annars vegar skattalegar ívilnanir fyrir rafmagns- eða tengiltvinnbifreiðar sem settar voru með bráðabirgða- ákvæði í lögum nr. 62/2012 og hins vegar setning söluskyldu fyrir endurnýjanlegt eldsneyti með lögum nr. 40/20131. Áhrif aðgerðarinnar hafa meðal annars verið þau að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum á landi hefur tífaldast síðan 2010, úr 0,2% í 2,4% en það er mun meiri aukning en spáð hafði verið í eldsneytisspá orkuspárnefndar. Þá hefur fjöldi vistvænna bifreiða þrefaldast síðan árið 2010 og sjá má aukningu í sölu rafbíla með setningu laga um skattalegar ívilnanir árið 2012.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi undir Tölublöð.