*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 22. maí 2012 18:00

Olíusamningar Statoil keyra upp hlutabréfaverð

Mikil gleði á hlutabréfamarkaðnum í Noregi eftir opinberun Statoil um gerð olíuborunarsamninga.

Ritstjórn

Norska olíufyrirtækið Statoil gerði borunarsamninga við nokkur smærri fyrirtæki í dag sem leiddi til mikillar gleði á hlutabréfamarkaðnum í Osló. Hlutabréf í fyrirtækinu Archer hækkaði um rúmlega 4 prósent eftir fréttirnar en það gerði þjónustusamning við Statoil til fjögurra ára. Á sama tíma hækkuðu hlutabréf Statoil um 0,65 prósent. Þetta kemur fram í frétt e24.no um málið.

Fregnir af velgengni í olíugeiranum í Noregi leiddu því hækkun á hlutabréfamarkaðnum í Osló sem steig um 1,82 prósent i dag. Til samanburðar hækkaði Dow Jones um 0,56 prósentustig.

Stikkorð: Noregur olía