Olíuverð hefur lækkað um 3% og er komið aftur undir 50 dollara á tunnuna. Fréttir af auknum útflutningi frá Írak höfðu áhrif á olíuverð ásamt öðrum áhrifaþáttum. Þetta kemur fram á vef Financial Times .

Verðið á Brent norðursjávarolíu - sem notuð er til viðmiðunar - hækkaði um nánast 15% á síðustu tíu dögum. Brent norðursjávarolía er því nú á 49,8 dollara á fatið.

Samkvæmt spá Moody's er talið líklegt að olíuverð haldist á milli 40 og 50 dollurum á tunnuna.