Hlutabréfaverð í Bretlandi hækkaði í fyrsta skipti í dag eftir lækkun fimm daga í röð. Er hækkunin leidd áfram af orku- og námufyrirtækjum sem hafa hækkað í kjölfar hækkandi olíuverðs. Einnig er talið hafa áhrif að kínversk iðnaðarframleiðsla sýnir merki um að ná sér aftur á strik.

FTSE 100 vísitalan hefur hækkað um 0,56%, eftir að hafa á föstudag ekki endað lægra síðan snemma í maímánuði. Gengi bréfa BP og Royal Dutch Shell hafa hækkað nokkuð á sama tíma og hráolíuverð heefur hækkað um 0,41% og náð þriggja vikna hámarki í 46,29 Bandaríkjadölum fatið.

Námufyrirtæki hafa einnig náð sér á strik í kjölfar þess að tölur frá Kína sýna aukningu í iðnframleiðslu þar á ný eftir smá lægð, en mikil eftirspurn er eftir náttúruauðlindum í kínverskum iðnaði.