Brent Norður­sjávar­ol­ía hefur ekki verið ódýrari í 11 ár. Í morgun lækkaði verðið í 36,44 dali á tunnunna þegar kauphallir opnuðu í Evrópu.

Fara þarf aftur til júlí 2004 til að finna svo lágt verð.

Alþjóðaorkumálastofnunin spáði því í byrjun mánaðarins að eftirspurn á olíu myndi minnka mikið á næsta ári. Hins vegar hefur framboð aukist á þessu ári og ekki útlit fyrir að það muni minnka.

Olía hefur lækkað um 35% frá síðustu áramótum. Olíuverð fór hæst yfir 100 dali síðasta sumar. Síðan þá hefur verðið lækkað um rúm 60%.