Olíuverð lækkaði töluvert í dag og hafði ekki verið lægra í 13 ár. Verðið hækkaði svo aftur þegar líða fór á daginn. Bandaríska WTI olían endaði daginn á nánast sama stað og hún hóf hann, eða í 27,3 Bandaríkjadölum á tunnuna.

Áhrifavaldarnir í dag voru þeir sömu og undanfarnar vikur. Fréttir af offramboði voru ríkjandi fyrri part dags en þegar leið á hann birti Wall Street Journal frétt um að orkumálaráðherra Sameinuðu Arabísku furstadæmanna væri opinn var því að takmarka eða stýra framboði. Ráðherrann sagði að allir innan olíuríkjanna (OPEC) væru tilbúnir til samstarfs.

Margir miðlarar töldu að orð ráðherrans væru ekkinýjar fréttir, en þrátt fyrir yfirlýsingar af þessu tagi væri staðan óbreytt og framboðið mikið.