Verð á olíu hefur ekki verið lægra í eitt ár en Brent hráolía kostar nú 61,23 dollara á tunnuna. Það sem af er degi hefur verðið lækkað um 2,62%

Þá hefur WTI hráolía lækkað um 4,32% það sem af er degi.

Samkvæmt frétt Bloomberg má rekja lækkanir dagsins til þess að orkumálaráðherra  Sádí Arabíu gaf það í skyn að framleiðsla á olíu hafi náð nýjum hæðum á sama tíma og olíubyrgðir í Bandaríkjunum hafa vaxið.