Olíuverð hefur lækkað töluvert í viðskiptum dagsins í dag. Verð á Brent Norðursjávarolíu hefur fallið um þrjú prósentustig og er nálægt lægðinni í síðustu viku þar sem tunnan fór í 36 dollara og hafði ekki verið lægri í 11 ár.

Tunna af Brent Norðursjávarolíu féll um 98 sent í dag niður í um 37 bandaríkjadollara en lægst fór hún niður í 36 dollara síðastliðinn þriðjudag. West Texas olíutunnan hefur farið niður um 1,4 dollara það sem af er degi niður í 36,7 dollara.

Fyrr í dag opinberuðu Sádí Arabísk stjórnvöld að töluverður halli var á ríkissjóði þeirra og áætluðu þau umtalsverðan niðurskurð fyrir næsta ár. Um 77% af heildartekjum Sádí Arabíu koma frá olíuframleiðslu.