Olíuverð hefur fallið um yfir 30% eftir að hafa náð hápunkti í byrjun október. Verð á olíu hefur umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi en olíunotkun hér á landi hefur aukist um 40% frá árinu 2010 samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Mestur vöxtur hefur verið í fluggeiranum þar sem olíunotkun hefur nærri þrefaldast frá árinu 2010 og er fluggeirinn orðinn sú atvinnugrein sem notar mesta olíu hér á landi.

Sveiflur á olíuverði hafa áhrif á verðbólgu, hagvöxt og efnahagsumsvif hér á landi. Verð á Brent hráolíu fór hæst í 86 dollara á tunnu 4. október eftir hækkanir í sumar og haust. Síðan þá hefur olíuverð fallað verulega og er verðið komið í 59 dollara á tunnu.

Olíuverð er einnig meira en tvöfalt hærra en þegar verðið var lægst í janúar 2016. Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, segir að hækkunin í sumar og haust skýrist af væntingum um áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjamann gagnvart Íran sem lagðar voru á í byrjun nóvember. Íran er eitt mesta olíuframleiðsluríki heims og flutti út að jafnaði um 2,5 milljónir tonna á dag. „En þegar á hólminn var komið kemur í ljós að Bandaríkjamenn veita svo miklar undanþágur frá viðskiptaþvingunum til ríkja sem sögulega séð hafa verið mjög stórir kaupendur af olíu frá Íran á borð við Kína og Indland,“ segir Brynjólfur.

Þjóðir heimsins hafi búið sig undir þennan atburð og því hafi olíubirgðir í heiminum verið háar sem eigi þátt í að skýra hve hratt olíuverð hefur lækkað á undanförnum vikum.

Þá bendir Brynjólfur á að sviptingar í heimsviðskiptum hafa einnig haft áhrif á hrávörumarkaði almennt. Sérstaklega viðskiptastríð Kína og BandaBrynjólfur Stefánsson. Sigurður Friðleifsson. úttekt 19 ríkjanna, enda er Kína stór innflytjandi hrávara. Brynjólfur bendir á að eftirspurn eftir olíu í heiminum hafi aukist töluvert undanfarin ár og sé nú um hundrað milljón tunnur af olíu á dag að jafnaði. „Eftirspurnin fylgir að mestu heimshagvexti sem var 3,8% árið 2017 og verður líklega nálægt því á þessu ári.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .