Gert er ráð fyrir því að ef olíuverð hækki á komandi árum og þar af leiðandi er líklegt að það hafi áhrif á flugfargjöld og þar sem gæti leitt til þess að færri sæki landið heim. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Nýjustu spár greiningaraðila gera þó ráð fyrir mikilli fjölgun á ferðamönnum. Nýjustu spár reikna með að um 2,2 til 2,4 milljónir ferðamanna heimsæki landið á næsta ári, sem er fjölgun um allt að 650 manns miðað við árið 2016.

Morgunblaðið greinir frá því að í nýrri ferðaþjónustuúttekt Arion banka sé velt upp þeim möguleika hvað hærra flugfargjald gæti haft á fjölgun ferðamanna til landsins. Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna leggja leið sína til Íslands árið 2018.

Olíuverð hefur áhrif

Einnig kemur fram í greininni að Greiningardeild Arion banka telji að olíuverð sé einn þeirra þátta sem getur haft hvað mest áhrif á flugfargjöld.

15% hækkun fargjalda á næsta ári, 7,5% hækkun árið 2018 og 2% hækkun árið 2019, gæti til að mynda haft þau áhrif að 715 þúsund færri ferðamenn sæktu landið heim.

Þá kemur fram að sterkara gengi hafi hins vegar ekki dregið úr neyslu erlendra ferðamanna hérlendis.