Olíuverð lækkaði í morgun á heimsmörkuðum eftir að hafa náð fjögurra ára hámarki í gær. Er ástæðan sögð sú að bandarísk stjórnvöld hafi losað um hluta af birgðum sínum sem og að Rússar og Sádi Arabar hafi gert einkasamning sín á milli um að auka framleiðslu í september.

Framvirkir samningar með Brent hráolíu lækkuðu um 15 bandarísk sent, og námu 86,14 dölum olíufatið, sem er lækkun um 0,2%. Í gær miðvikudag náði verðið hins 86,74 dölum á fatið sem er hæsta verð sem sést hefur í fjögur ár, að hluta til vegna þess að bandarískar refsiaðgerðir munu hafa áhrif á íranskan olíuúfluttning í næsta mánuði.

Vestur Texas hráolían lækkaði einnig um 0,2% í morgun, um 18 sent niður í 76,23 dali fatið. Rússar og Sádi Arabar náðu samningi um að auka framleiðslu að því er Reuters fréttastofan segir frá. Var sá samningur gerður áður en rætt var við önnur OPEC ríki.

Talið er að refsiaðgerðir gegn olíuframleiðslu Íran muni ýta 1,5 milljón olíufötum á dag út af markaðnum.  Á sama tíma mælist olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hærra en nokkru sinni, eða 11,1 milljón olíuföt á dag.