*

föstudagur, 24. maí 2019
Erlent 13. maí 2019 13:19

Olíuverð hækkar í kjölfar árása

Ráðist var á tvö olíuflutningaskip við strönd Saudi Arabíu í gær. Samtals sex skip sætt árásum um helgina.

Ritstjórn
Skipaleiðin um Persaflóa gegnir lykilhlutverki fyrir heimsviðskipti með olíu.
Aðsend mynd

 Samkvæmt fregnum frá Saudi Arabíu sættu sex olíuflutningaskip árásaum um helgina, tvö í gær og fjögur síðastliðinn laugardag. Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Saudi Arabíu, sagði í dag að skipin tvö hefðu skemmst töluvert en engir í áhöfninni hefðu meiðst og enginn olíuleki orðið. Financial Times greinir frá þessu. 

 

Áhyggjur af öryggi skipaleiða í Persaflóa hafa aukist mjög í kjölfar árásanna en leiðin gegnir lykilhlutverki fyrir heimsviðskipti með olíu. Sér í lagi ef spenna á milli Bandaríkjanna og samherja þeirra í Arabíu annars vegar og hins vegar Íran heldur áfram að aukast. Ríkisstjórn Trump bandaríkjaforseta tilkynnti í lok aprílmánaðar að hún myndi loka á allar undanþágur sem heimila stjórnvöldum í Íran að selja olíu til útflutnings.  

Verð á Brentolíu hefur hækkað um 1,5% í morgun upp í 71,7 dollara fatið, sem er mesta hækkun innan dag í meira en mánuð.   

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim