Olíuverð hefur hækkað það sem af er degi eftir að opinber gögn sýndu að birgðir á hráolíu í Bandaríkjunum væru lægri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt á vef Wall Street Journal .

Verð á olíu hækkaði um 2,8% upp í 67,67 bandaríkjadali á tunnuna og er nálægt því að ná sínu hæsta verði síðan 7. ágúst síðastliðinn.

Upplýsingastofnun olíumála í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að magn af hráolíu í geymslu hefði minnkað um 5,2 milljón tunnur.

„Við höldum áfram að sjá að birgðastaða er að minnka og eftirspurn hefur ekki haft áhrif á alþjóðaviðskiptin,“ sagði Gene McGillian, varaforseti yfir orkurannsóknum.

Verð á olíu hefur hækkað fimm samfelld tímabil í röð og greinendur í Bandaríkjunum hafa sagt að verðhækkanir hafi verið studdar af veikum bandaríkjadollar.

Verð á vörum á borð við hráolíu eru gefin upp í bandaríkjadollurum og hafa orðið ódýrari í verði fyrir erlenda kaupendur eftir að gjaldmiðillin hefur veikst.