Alþjóðaorkumálastofnunin spáir að eftirspurn eftir olíu muni minnka mikið á næsta ári. Í ár hefur eftirspurnin verið um 1,8 milljón tunna á dag, en stofnunin telur að hún muni fara niður í 1,2 milljón tunna.

Olíuríkin halda áfram uppi mikilli framleiðslu, Íran hefur aukið framboðið verulega og stofnunin telur að olíubirgðir muni fara upp í 300 milljónir tunna á næsta ári.

Verð á WTI hráolíu (Texas olía) fór niður í 35,7 dali í dag og hefur lækkað um 13% á einni viku. Verðið hefur ekki verið lægra í 7 ár.

Verð á Brent Norðursjávarolíu hefur lækkað í 37,4 dali og hefur lækkað um 11% síðustu vikuna.