Verð á Brent hráolíu er komið undir 70 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 1,25% það sem af er degi. Samkvæmt viðmælanda Reuters fréttastofunnar eru lækkanir síðustu missera keyrðar áfram að auknu framboði á sama tíma og horfur um eftirspurn hafa dempast.

Olíuverð náði árshámarki sínu í byrjun október þegar verð á Brent hráolíu náði 86,3 dollurum á tunnuna. Hefur verið því lækkað um rúmlega 18% frá toppnum.