Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað niður fyrir 48 dollara á tunnuna á WTI markaðnum og hefur ekki verið lægra í 15 mánuði. Vefsíðan CNBC greinir frá. Brent hráolía, sem er alþjóðlega viðmiðið fyrir olíuverð fór niður fyrir 57 dollara á tunnuna í dag.

Verð á Brent hráolíu hefur lækkað um 34% síðan það náði hámarki í október síðastliðnum.

Greiningaraðilar hjá Goldman Sachs telja að lækkunin muni ganga til baka og verðið á Brent verði 70 dollarar á tunnuna á næsta ári.