*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 13. september 2018 12:36

Olíuverð og flugfélögin

Olíuverð hefur hækkað hratt að undanförnu sem litar afkomu flugfélaganna.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Guðjónsson

Verð á Brent hráolíu hefur hækkað um nærri helming undanfarið ár og stendur nú í tæplega 80 dollurum á tunnu en verðið fór lægst undir 30 dollara á tunnu í ársbyrjun 2016. 

Slíkt hefur áhrif á afkomu flugfélaga enda sagði Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, í vor að hann ætti von á gjaldþrotum hjá keppinautum hans á næstu misserum vegna hækkandi olíuverðs og aukinnar samkeppni í fluggeiranum.

Icelandair ver sig fyrir um helmingi breytinga á olíuverð tólf mánuði fram í tímann. 

WOW hefur hins vegar ekki notast við neinar olíuvarnir. Í fjárfestakynningu WOW vegna skuldabréfaútboðs félagsins kom fram að 1% hækkun eldsneytisverðs valdi því að rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og leigugjöld (EBITDAR) lækki um 1,6 milljónir dollara. Félagið hefur bent á að helstu bandarísku keppinautar þess geri slíkt hið sama á meðan verji sig fyrir 

Samkvæmt umræddri fjárfestakynningu nam EBITDAR Wow 42 milljónum dollara frá júlí 2017 til júníloka 2018 en 45 milljón dollara tap var á rekstrinum á sama tímabili.

Stikkorð: Icelandair flug wow air wow
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim