*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 19. apríl 2019 18:00

Óljós áhrif kjarapakka

Lítið sem ekkert er vitað um áhrif og kostnað húsnæðistillagnanna í lífskjarasamningnum.

Ritstjórn
Ari segir tillögur lífskjarasamningsins um breytingar í húsnæðismálum margar hverjar stangast hver á við aðra.
Haraldur Guðjónsson

„Þarna eru margar tillögur sem allar á eftir að útfæra. Þar að auki vitum við ekki hverjar af þessum tillögum munu koma til framkvæmda, en mér þykir ákaflega ólíklegt að þær verði allar að veruleika. Þessi óvissa er ein af ástæðunum fyrir því að það er ákaflega erfitt að tjá sig um áhrif þeirra. Önnur er skortur á upplýsingum um hvernig þær verða útfærðar og framkvæmdar,” segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. 

„Það er hægt að fá út mjög háar upphæðir ef reiknað er með að þær verði allar að veruleika. Auðvitað yrði hrikalega dýrt ef ríkið ætlar að bera þann kostnað sem myndi gera öllum kleift að kaupa húsnæði. En svo er hægt að stilla upp ótal öðrum sviðsmyndum og reikna út ótal niðurstöður með því að tína út tillögur og gefa sér forsendur. En á meðan óvissan er svona mikil og ekkert vitað um útfærslur, upphæðir eða tímasetningar er í raun ekkert hægt að segja af viti. Á meðan þetta liggur ekki fyrir er umræðan aðallega bollalengingar og getgátur,” segir Ari.

Rekast hver á aðra Ari segir margar af tillögunum vera merkilegar fyrir ýmsar sakir og þær kunni að hafa mikil áhrif verði þær að veruleika. „Svo eru aðrar sem stangast hreinlega við hver aðra. Til dæmis þær sem fjalla um að draga úr jafngreiðslulánunum, en þetta er það lánaform sem hefur í gegnum tíðina verið helsta stoð og stytta þeirra sem síst hafa átt möguleika á að fjárfesta í húsnæði. 

Vissulega er talað um að eitthvað muni koma í staðinn eins og start- og eiginfjárlán. En aftur þá vitum við ekkert hvort eða hvernig þau lán koma til með að líta út. Svo er líka áhugavert að sjá fólk bera á borð tillögur og fullyrðingar um þessi  40 ára jafngreiðslulán án þess að það liggi fyrir upplýsingar um þau, hvorki um hve viðamikil þau eru né hvaða hópar í samfélaginu nýti sér þau helst. Það er því verið að boða umfangsmiklar breytingar á kerfi sem mögulega skiptir afskaplega litlu máli þegar upp er staðið. Við einfaldlega vitum ekkert um það.

Það má gera ýmsar athugasemdir við tillögurnar.  Til dæmis má segja að ekki sé mjög ábyrgt að leggja  fram óljósar tillögur sem byggja á grundvelli afar takmarkaðra upplýsinga. Fólk verður að hafa hugstætt að tillögur sem þessar geta sent misvísandi skilaboð á markaðinn og haft áhrif á verðmyndun,” segir Ari.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim