Kísilverin fjögur, United Silicon, Thorsil, PCC á Bakka og Silicor Materials, hafa öll gert fjárfestingasamninga við íslensk stjórnvöld. Samningarnir fela í sér ýmsar ívilnanir, til dæmis í formi afslátta af sköttum og opinberum gjöldum. Þessar ívilnanir gilda í allt að 10 ár frá því að gjaldskylda myndast hjá fyrirtækjunum.

Samtals nema þessar ívilnanir um 9 milljörðum króna. Sem hlutfall af fjárfestingu þá nemur ríkisaðstoðin frá 3% upp í 10% hjá fyrirtækjunum fjórum og er PCC að fá hlutfallslega mest eða 10%. Því til viðbótar er stendur ríkið straum af kostnaði við gerð jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Göngin tengja athafnasvæði PCC og höfnina. Upphaflega áttu jarðgöngin að kosta 1,8 milljarða en nú hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 3,1 milljarða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .