Fundi forystumanna sjómanna og SFS, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er nýlokið hjá ríkissáttasemjara.

Segir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur að öllum kröfum sjómanna hafi verið hafnað á fundinum í samtali við mbl.is .

Um er að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan 20. desember síðastliðinn, en verkfall sjómanna hefur staðið yfir síðan 14. desember í kjölfar þess að sjómenn höfnuðu kjarasamningum.

Næstu fundur er boðaður á mánudaginn. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um skrifaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS í pistil í blað dagsins um launakjör sjómanna.