*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 18. maí 2015 13:10

Öllum nema Ísfugli neitað um undanþágu

Þeir sem ekki leggja fram yfirlýsingu um að kjöt fari ekki á markað fá ekki undanþágu til slátrunar.

Ritstjórn

Undanþágunefnd dýralækna hafnaði í morgun öllum undanþágubeiðnum frá svína- og kjúklingaframleiðendum nema Ísfugli. Sigríður Gísladóttir hjá Dýralæknafélagi Íslands segir í samtali við fréttastofu RÚV að ástæðan sé sú að bændurnir hafi ekki lagt fram yfirlýsingu um að þeir setji kjötið ekki á markað.

Hins vegar verður undanþágubeiðni Ísfugls frestað þar til ljóst verður hvort eitthvað komi út úr kjaraviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins í dag. 

Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að svínabú Síldar og fisks myndi aflífa 120 til 150 grísi yrði undanþágubeiðni félagsins ekki samþykkt í dag. Kjötinu yrði svo hent, en magnið samsvarar um 100 þúsund máltíðum. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim