Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún bjóði sig fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í haust. Fyrst þurfi hún að ákveða hvort hún ætli í framboð fyrir alþingiskosningar árið 2017.

„Þá ákvörðun tek ég fyrst,“ sagði hún í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Hún hefði enn enga ákvörðun tekið um pólitíska framtíð sína, þó svo að hún hefði stigið „þetta pólitíska skref með því að stíga sköllótt í ráðherrastól“.