*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 10. mars 2019 12:03

Ómissandi vettvangur smárra fyrirtækja

Smá og meðalstór fyrirtæki á Norðurlöndunum nýta sér skráða markaði í auknum mæli með góðum árangri.

Júlíus Þór Halldórsson
Adam Kostyál, yfirmaður skráninga á Norðurlöndunum og í Evrópu hjá Nasdaq, segist sjá tækifæri í aukinni skráningu smárra og meðalstórra fyrirtækja á hlutabréfamarkað hér á landi.
Haraldur Guðjónsson

Adam Kostyál, yfirmaður skráninga á Norðurlöndunum og í Evrópu hjá Nasdaq, segir kauphallarfyrirtæið hafa lagt mikla vinnu í að bæta rekstrarumhverfi vaxtafyrirtækja almennt, og þá sérstaklega aðgang fjárfesta að þeim.

„Það hefur verið lykilþáttur í velgengni okkar á Norðurlöndunum, en hún hefur verið sérstaklega mikil í Stokkhólmi nýlega. Kauphöllin þar er orðin ómissandi vettvangur fyrir smá og meðalstór fyrirtæki, ekki aðeins til að sækja sér fjármagn, heldur einng bæta sýnileika félagsins og seljanleika hlutafjár þess, og stuðla þannig að stöðugum og heilbrigðum langtímavexti,“ segir hann. Fyrirtæki sem reiði sig alfarið á sprota- og áhættufjármögnun fari á mis við það sem verðbréfamarkaðir geti veitt þeim.

Aðspurður segist Kostyál tvímælalaust sjá tækifæri í sambærilegri þróun hér á landi: aukinni skráningu smárra og meðalstórra fyrirtækja, og nefnir þar sem dæmi kröftugan vöxt tölvuleikjaiðnaðarins og nýsköpunar á sviði sjálfbærni.

Kauphallir Nasdaq séu orðnar órjúfanlegur hluti nýsköpunarumhverfisins í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki, og hann vonist til að nýta megi lærdóm þeirrar uppbyggingar til að stuðla að samskonar þróun hérlendis. Það sé hins vegar ekki á færi Kauphallarinnar einnar og sér, heldur krefjist það markvissra og samstilltra aðgerða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq Adam Kostyál
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim