*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 20. nóvember 2018 09:47

Omnom hlaut gullverðlaun

Omnom keppti við stærstu nöfnin í súkkulaðiheiminum sem sérhæfa sig úr baun-í-bita súkkulaði.

Ritstjórn
Kjartan Gíslason and Óskar Þórðarson hjá Omnom.
Haraldur Guðjónsson

Omnom súkkulaði hlaut á laugardaginn einn mesta heiður í súkkulaðigerð sem völ er á þegar súkkulaðið Milk of Nicaragua vann gulllverðlaun á heimsmeistaramótinu í súkkulaðigerð fyrir besta mjólkursúkkulaði í heimi. Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins

Omnom keppti við stærstu nöfnin í súkkulaðiheiminum sem sérhæfa sig úr baun-í-bita súkkulaði.

Þá hlaut Omnom fjögur önnur gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í mismunandi flokkum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Flórens á Ítalíu.

,,Það hefði aldrei hvarflað að okkur fyrir fimm árum þegar við stofnuðum Omnom að við værum að fara fá verðlaun fyrir besta mjólkursúkkulaðið. Það hefur alltaf verið í gæðastefnu okkar að nota bestu mögulegu hráefnin hverju sinni. Oft er það þannig að ef maður er með góð hráefni þá er eftirleikurinn auðveldur”, segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom. ,,Náin samskipti við kakóbaunabændur gerir okkur kleift að stunda heiðarleg viðskipti og auka sjálfbærni kakóbaunabænda”, segir hann ennfremur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim