Skonnortan Opal er nú á siglingu heim til Húsavíkur, eftir sumartíð þriðja árið í röð, í Scoresbysundi á norðaustur Grænlandi. Skútan er væntanleg á morgun, sunnudag.

Áhöfn og eigendur Norðursiglingar, sem gera skonnortuna út, eru stolt af árangri sumarsins.  Ráðist var í sjö, vikulangar siglingar á framandi slóðir um sundið.

Þegar líður á haustið er Opal væntanleg til Reykjavíkur og mun hún liggja við tónlistarhúsið Hörpu þar sem boðið verður uppá skemmtisiglingar.