OPEC samþykkti í fyrsta skipti í átta ár að draga lítillega úr olíuframleiðslu, eða um 0,7% olíuföt, til að minnka offramboð á olíu.

Það þýðir að dregið yrðu úr olíuframleiðslu í 32,5-33 milljóna föt á dag úr 33,25 milljón fötum á dag. Þetta segir í fréttatilkynningu frá IFS Greiningu.

Þetta hefur haft í för með sér að verð á hráolíu hækkaði um rúmlega 6% í 49 dollara á fatið. Sérfræðingar telja það líklegt að fatið geti hækkað í 50 til 60 dollara á fatið segir í frétt BBC um málið.

Einnig er þar haft eftir olíumálaráðherra Íran, Bijan Zanganeh, að samkomulag OPEC ríkjanna hafi verið einstök ákvörðun.